31.1.05


Malawi... Posted by Hello

Indland... Posted by Hello

30.1.05

Góð helgi...

Þetta er búin að vera sérdeilis fín helgi svona eftir frekar erfiða og annasama viku. Grímur Þór gisti hjá okkur aðfaranótt laugadags og var hann alveg sætastur að vanda. Var svo boðin á svona mini Þorrablót í Ljósheimana á laugadagskvöld. Það var alveg hrein snilld. Bína og Erla Rut fóru alveg á kostum. Takk fyrir mig!!! Komst að því að þetta blessaða land okkar er svooo lítið.
Nú erum við vinkonurnar bara á fullu að skipuleggja fyrirhugaða utanlandsferð í sumar. Hlakka ekki lítið til.

26.1.05

Strákur eða stelpa - Indland eða Ísland...

Fór í sónar í dag með Ástu frænku sem var alveg svaka upplifun. Það kom m.a.s. smá tár. Við sáum tíu fingur og tíu tær. Sláandi hjarta og fínar hjartalokur og alles. Var í smá delemma áður en ég mætti því ég vildi ekki vita kynið. En það reyndist nú ekki vera neitt vandamál því það er bara á færi snjöllustu ljósmæðra að sjá það.
Í hádeginu vorum við svo með kynningu á starfi alþjóðanefndarinnar. Það gekk bara mjög vel. Við vinkonurnar fórum alveg á flug með að plana sumarið og erum að spá í að skella okkur eitthvert út í heim. Helst eitthvað framandi eins og til Indlands eða eitthvert í þá áttina. Úff þetta hljómaði allt of vel. Það lítur nefnilega ekki vel út með að fá stöðu í sumar á Lansanum svo að það er held ég um að gera að nota tækifærið meðan maður er single og barnslaus og alles. Er það ekki málið????

23.1.05

Hafnarfjörður...

Búin að finna íbúð drauma minna. En ég veit ekki alveg með Hafnarfjörðinn...

Hjálp...

Aftur komin ný vika. Hvað er að gerast? Allt of stutt í próf og allar lestraráætlanir að verða að engu. Ekki gott.
Er pínu leið eitthvað þessa dagana eða illt í hjartanu mínu eins og einhver orðaði það svo vel.
Hef verið að reyna að setja inn video af litla frænda en það er ekki alveg að ganga. Arg... Kann það einhver eða er það ekki hægt?

18.1.05

Ljúft í Ljósheimunum...

Úff - hef alveg ekkert að segja. Líf mitt er alveg frekar tilbreytingalaust þessa dagana. Ekkert gaman. Var þó boðin í yndislegt matarboð í Ljósheimana í gær - pizza og rautt. Prinsinn litli fór alveg á kostum. Alveg sætastur. Alltaf ljúft í Ljósheimunum.

16.1.05

Í vikulok...

Helgin að líða undir lok og ný vika framundan. Er bara nokkuð sátt við þá síðustu. Var alveg öfga dugleg í leikfiminni, hitti fullt af skemmtilegu fólki og var svona semi-duglega að læra. Tek betur á því í næstu viku.
Talandi um skemmtilegt fólk þá er ég að fara að hitta Rúnu, Vilborgu og Jóhönnu í kvöld. Það verður án efa mjög skemmtilegt því þar eru á ferðinni algjörir snillingar. Hlakka mikið til.
Er í þessum töluðu orðum að taka til hjá mér svo ég verð að halda áfram.

15.1.05

Á skíðum skemmti ég mér ...

Skellti mér á skíði ásamt föður mínum og henni Ásbjörgu minni. Það var alveg snilldin ein. Þvílíkt gaman. Kom heim alveg endurnærð og frekar sátt við lífið. Var mjög smeyk svona í byrjun en þetta var nú alveg frekar fljótt að koma. Var nefnilega orðin ágætlega góð hérna í den fyrir ykkur sem ekki vissuð það. Æ - það er nú reyndar ansi margt sem ansi margir af mínum nánustu vita ekki um mig. Vissir þú til dæmis að ég var í fimleikum og þótti víst frekar góð - fékk verðlaun og alles? Svo var ég eitt sinn á módelnámskeiði - á frekar skondnar pro-posu-myndir af mér sem aðeins útvaldir fá að sjá.
Var að koma úr yndislegu brunch-boði hjá Höllu frænku sem endaði með sing-star keppni og látum. Ég var samkvæmt tölvunni ekkert að standa mig allt of vel en ég vil nú kenna því um að ekki var hægt að taka lag með Celine vinkonu minni Dion. Þá hefði ég að sjálfsögðu rústað þessu...

11.1.05

Afmæli...

Dreif mig í gymið í morgun og var nokkuð sátt með mig. Er svo mætt í vinnuna sem er bara ágætt. Halla super-hjúkka á afmæli í dag og vil ég nota tækifærið og óska henni til hamingju. Brunch hjá henni á laugardaginn sem er snilld. Annað kökuboð á kanntinum á morgun hjá Hörpu sem er líka snilld. Fæ þá loksins að knúsa Óðinn Braga vin minn eftir langa fjarveru.

10.1.05

Rautt og rólegheit...

Fyrsti leikfimitíminn að baki og reyndist hann bara mjög fínn. Stefnan sett á annan í fyrramálið.
Kíkti á hann afa minn á spítalann í dag og hann var bara kátur - alveg ótrúlegt miðað við allt og allt. Hann er líka alveg bestastur.
Helgin var ekki alveg að gera sig. Heimsókn til Ásdísar í rautt og rólegheit bjargaði henni þó alveg. Verða að halda áfram að lesa...

7.1.05

Sunna kann sko að lifa lífinu lifandi...

Úff - kíkið á síðuna hennar Sunnu. Sunna er sem sagt á leiðinni til Indlands. Hún kann þetta stelpan. Úff - hvað ég væri til í að lauma mér með henni.

Ljósmynd af himnum ofan

Það gengur alveg ótrúlega vel að standa við öll þessi áramótaheit sem ég strengdi. Búin að skipuleggja allt frá a til ö og eitt líkamsræktarkort komið í hús. Þetta lofar bara góðu.
Gullmoli Gríms: Grímur var í heimsókn hjá okkur í gær og þar sá hann mynd af afa okkar sem lést á síðasta ári og hefur Grímur verið vel meðvitaður um að afi Ingó er á himnum. Nú drengurinn spurði því eðlilega þegar hann sá myndina hvort hún væri tekin á himnum.

5.1.05

Bestasta besta vinkona mín...

Skrýtin þessi tilfinning sem maður fær í upphafi árs að maður byrji með hreinan skjöld. Að allar þær syndir sem maður framdi á nýliðnu ári séu eins og þurrkaðar út. Er þetta ekki frekar barnslegur hugsanaháttur?
Ég á fullt í fangi með það þessa dagana að standa við þau mörgu nýrársheit sem ég strengdi. Eitt af þeim var að skipuleggja mig út í eitt – sem ég og gerði í gær. Þá er það bara að halda sig við prógrammið. Annars leggst þetta ár frekar vel í mig og samkvæmt stjörnuspánni er þetta ár Vatnsberans. Þetta verður víst ár flutninga, ástarsambanda og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Verð að hætta svo ég klúðri ekki prógramminu á degi eitt en læt fylgja einn gullmola.
Gullmoli Gríms: Þessa dagana er Grímur mjög upptekinn af hugtakinu fjölskylda. Það var svo um daginn að hann var í heimsókn í Dverghömrunum og við vorum mikið að ræða þetta. Þá sagði ég honum að Helga Magga væri systir mín. Ég orðaði það nú reyndar þanning að hún væri besta, bestasta systir mín og þá þá sagði hann eftir að hafa hugsað sig um: " Hún er líka bestasta besta vinkona mín".

4.1.05

Ég held bara að ég þurfi að gubba...

Fór í alveg splended matarboð í gær til Bjargar og Reimars. Björg er alveg ein sú myndalegasta í bænum enda á hún ekki langt að sækja það. Þar fóru fram mjög svo áhugaverðar umræður um samskipti kynjanna þar sem ég hafði ekki mikið til málanna að leggja. Þarna var alveg að opnast fyrir mér nýr heimur sem ég bæði hlakka til og kvíði fyrir að kynnast. Annars er allt í einu sú hugmynd að læðast að mér að ég verði bara þessi týpa sem eignast aldrei börn heldur eyði bara ævinni í að ferðast og bjarga heiminum. Voða strange eitthvað - alltaf séð mig taka vísitölu pakkann.
Annars er annað matarboð á kantinum í kvöld sem verður án efa ekki síður huggó.
Gullmoli Gríms: Dag einn var Grímur beðinn um að taka til eftir sig inni í stofu. Hann var nú ekkert allt of ánægður með það en ákveður nú samt að láta til leiðast þar sem jólasveinninn var nú farinn á kreik og var í óða önn á fylgjast með hverjir voru þægir og hverjir ekki. Nú en þegar tiltektin átti að hefjast þá byrjar hann að kúgast með þessum þvílíku tilþrifum að hann hefði getað fengið Óskarinn fyrir frammistöðu sína og segir svo: "Ég held bara að ég þurfi að gubba ef ég þarf að taka til"

3.1.05

En þið megið ekki gleyma mér...

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og vandamenn og takk fyrir þau gömlu!!
Eitt af mörgum áramótaheitum þetta árið var að vera duglegri að blogga svo...
Jólin voru tær snilld. Mikið borðað, ofsa margir pakkar opnaðir, lítið unnið, mikið lesið, mikið horft á Sex and the City og lítið sem ekkert lært. En mikið er nú gott að komast aftur í rútínuna. Nú tekur líka lestur dauðans við. Held að það verði bara klásus-stemmningin.
Er að hlusta á snilldar diskinn hennar Eivörar Páls sem ég fékk frá henni Hörpu minni í jólagjöf. Mæli eindregið með honum.
Úff og enn berast fregnir af hörmungunum við Indlandshaf. Las viðtal við íslenskan hjúkrunarfræðing sem er að störfum á svæðinu á vegum Rauðakross Íslands. Hún var að lýsa hörmungunum sem beið þeirra og það eina sem ég hugsaði um að ég bara yrði að komast í eitthvað svona. Held að það sé alveg málið fyrir mig. Ég vill annars hvetja ykkur til að leggja ykkar af mörkum og hringja í síma 907 2020 en þá dragast þúsund krónur af símreikningnum.
Er að hugsa um að hafa fastan lið á blogginu mínu sem á að heita "Gullmolar Gríms". Fyrir þá sem ekki vita er Grímur 4 ára frændi minn sem kemur með hvern gullmolann á fætur öðrum þessa dagana. Til dæmis um daginn þá voru foreldrar hans að segja honum frá því að hann ætti von á litlu systkini í sumar. Þá sagði hann eftir að hafa hugsað sig um: " En þið megið ekki gleyma mér".

Bloggsafn