5.1.05

Bestasta besta vinkona mín...

Skrýtin þessi tilfinning sem maður fær í upphafi árs að maður byrji með hreinan skjöld. Að allar þær syndir sem maður framdi á nýliðnu ári séu eins og þurrkaðar út. Er þetta ekki frekar barnslegur hugsanaháttur?
Ég á fullt í fangi með það þessa dagana að standa við þau mörgu nýrársheit sem ég strengdi. Eitt af þeim var að skipuleggja mig út í eitt – sem ég og gerði í gær. Þá er það bara að halda sig við prógrammið. Annars leggst þetta ár frekar vel í mig og samkvæmt stjörnuspánni er þetta ár Vatnsberans. Þetta verður víst ár flutninga, ástarsambanda og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Verð að hætta svo ég klúðri ekki prógramminu á degi eitt en læt fylgja einn gullmola.
Gullmoli Gríms: Þessa dagana er Grímur mjög upptekinn af hugtakinu fjölskylda. Það var svo um daginn að hann var í heimsókn í Dverghömrunum og við vorum mikið að ræða þetta. Þá sagði ég honum að Helga Magga væri systir mín. Ég orðaði það nú reyndar þanning að hún væri besta, bestasta systir mín og þá þá sagði hann eftir að hafa hugsað sig um: " Hún er líka bestasta besta vinkona mín".

Bloggsafn