4.1.05

Ég held bara að ég þurfi að gubba...

Fór í alveg splended matarboð í gær til Bjargar og Reimars. Björg er alveg ein sú myndalegasta í bænum enda á hún ekki langt að sækja það. Þar fóru fram mjög svo áhugaverðar umræður um samskipti kynjanna þar sem ég hafði ekki mikið til málanna að leggja. Þarna var alveg að opnast fyrir mér nýr heimur sem ég bæði hlakka til og kvíði fyrir að kynnast. Annars er allt í einu sú hugmynd að læðast að mér að ég verði bara þessi týpa sem eignast aldrei börn heldur eyði bara ævinni í að ferðast og bjarga heiminum. Voða strange eitthvað - alltaf séð mig taka vísitölu pakkann.
Annars er annað matarboð á kantinum í kvöld sem verður án efa ekki síður huggó.
Gullmoli Gríms: Dag einn var Grímur beðinn um að taka til eftir sig inni í stofu. Hann var nú ekkert allt of ánægður með það en ákveður nú samt að láta til leiðast þar sem jólasveinninn var nú farinn á kreik og var í óða önn á fylgjast með hverjir voru þægir og hverjir ekki. Nú en þegar tiltektin átti að hefjast þá byrjar hann að kúgast með þessum þvílíku tilþrifum að hann hefði getað fengið Óskarinn fyrir frammistöðu sína og segir svo: "Ég held bara að ég þurfi að gubba ef ég þarf að taka til"

Bloggsafn