24.2.05


Elín Helga Finnsdóttir...

Lesgrúppa og læti!!!

Það er sko nóg að gera hjá Fóu þessa dagana. Er komin í ofsa fína "lesgrúppu" og erum við bara búnar að vera nokkuð duglegar. Stefnan er að láta ekki Reykjavíkina duga heldur skella okkur í sveitin einhverja helgina og lesa þar. Gott plan.
Saumaklúbbur í kvöld svo það er eins gott að halda áfram að lesa og skella sér síðan í ræktina. Over and out...
Læt fylgja mynd sem hún Björg vinkona tók af systurdóttir sinni,henni Elínu Helgu. Björg er með ljósmyndastúdíó og er að gera góða hluti. Go Björg!!!

20.2.05

Brúðkaup og brjálæði...

Fín helgi að baki. Mikið lært og töluvert spriklað. Átti svo góða stund með henni Guðnýju minni. Hún færði mér þær snilldar fréttir að hún og Eiki sinn ætla að láta pússa sig saman í sumar. Algjör snilld. Hlakka ekki lítið til.
Brjáluð vika framundan svo það er eins gott að fara að sofa í hausinn á sér.

Held að Uganda sé alveg málið...

17.2.05

Hlaðan tekin með trompi...

Jæja þá er maður mættur á Þjóðarbókhlöðuna. Það er nú alltaf fínt. Minnir á gamla góða tíma. Helgin var brill. Vil nota tækifærið og þakka hlýjar og góðar kveðjur sem mér bárust á sunnudaginn. Ekki amalegt það eins og þessi til dæmis :)...
Jæja verð að halda áfram að lesa. Later...

11.2.05


Lítill og sætur Brazzi... Posted by Hello

Salvador... Posted by Hello

Prófin búin og alles...

Síðasta prófið að baki í bili - en hvað tekur þá við? Meiri lestur og önnur próf. Gaman - gaman. Átti góða stund á kaffihúsi með henni Hörpu minni og er svo að fara í dúllerí til Beggu - ekki slæmt það. Helgin fer svo í að ákveða hvert ferðinni sé heitið í sumar - Indland eða Afríka??? Góða helgi allir!!

5.2.05

Fer ég upp á himn?

Verð að deila með ykkur snilldar gullmola frá honum Gimma gæ. Þegar Grímur Þór vaknaði í morgun og sá að hendurnar á sér voru allar út í blóði þar sem hann hafði fengið blóðnasir um nóttina þá sagði hann: " Mamma Þóra bara verður að koma og lækna mig, en fer ég núna upp á himn?

4.2.05

Hún á afmæli í dag...

Sigríður Sunna Aradóttir stórvinkona mín og snillingur með meiru á afmæli í dag. Til lukku með daginn Sunna mín!!!!

3.2.05


Uganda... Posted by Hello

HNE...

Fórum í dag og hittum framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar og var hann mjög spenntur að senda okkur til Úganda. Ógó ógó spennó. Meira um það síðar. Er á fullu að læra fyrir próf í HNE (háls, nef og eyrnalæknisfræði) sem er algjör snilld. So later...

Bloggsafn