3.1.05

En þið megið ekki gleyma mér...

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og vandamenn og takk fyrir þau gömlu!!
Eitt af mörgum áramótaheitum þetta árið var að vera duglegri að blogga svo...
Jólin voru tær snilld. Mikið borðað, ofsa margir pakkar opnaðir, lítið unnið, mikið lesið, mikið horft á Sex and the City og lítið sem ekkert lært. En mikið er nú gott að komast aftur í rútínuna. Nú tekur líka lestur dauðans við. Held að það verði bara klásus-stemmningin.
Er að hlusta á snilldar diskinn hennar Eivörar Páls sem ég fékk frá henni Hörpu minni í jólagjöf. Mæli eindregið með honum.
Úff og enn berast fregnir af hörmungunum við Indlandshaf. Las viðtal við íslenskan hjúkrunarfræðing sem er að störfum á svæðinu á vegum Rauðakross Íslands. Hún var að lýsa hörmungunum sem beið þeirra og það eina sem ég hugsaði um að ég bara yrði að komast í eitthvað svona. Held að það sé alveg málið fyrir mig. Ég vill annars hvetja ykkur til að leggja ykkar af mörkum og hringja í síma 907 2020 en þá dragast þúsund krónur af símreikningnum.
Er að hugsa um að hafa fastan lið á blogginu mínu sem á að heita "Gullmolar Gríms". Fyrir þá sem ekki vita er Grímur 4 ára frændi minn sem kemur með hvern gullmolann á fætur öðrum þessa dagana. Til dæmis um daginn þá voru foreldrar hans að segja honum frá því að hann ætti von á litlu systkini í sumar. Þá sagði hann eftir að hafa hugsað sig um: " En þið megið ekki gleyma mér".

Bloggsafn