Það gengur alveg ótrúlega vel að standa við öll þessi áramótaheit sem ég strengdi. Búin að skipuleggja allt frá a til ö og eitt líkamsræktarkort komið í hús. Þetta lofar bara góðu.
Gullmoli Gríms: Grímur var í heimsókn hjá okkur í gær og þar sá hann mynd af afa okkar sem lést á síðasta ári og hefur Grímur verið vel meðvitaður um að afi Ingó er á himnum. Nú drengurinn spurði því eðlilega þegar hann sá myndina hvort hún væri tekin á himnum.