26.1.05

Strákur eða stelpa - Indland eða Ísland...

Fór í sónar í dag með Ástu frænku sem var alveg svaka upplifun. Það kom m.a.s. smá tár. Við sáum tíu fingur og tíu tær. Sláandi hjarta og fínar hjartalokur og alles. Var í smá delemma áður en ég mætti því ég vildi ekki vita kynið. En það reyndist nú ekki vera neitt vandamál því það er bara á færi snjöllustu ljósmæðra að sjá það.
Í hádeginu vorum við svo með kynningu á starfi alþjóðanefndarinnar. Það gekk bara mjög vel. Við vinkonurnar fórum alveg á flug með að plana sumarið og erum að spá í að skella okkur eitthvert út í heim. Helst eitthvað framandi eins og til Indlands eða eitthvert í þá áttina. Úff þetta hljómaði allt of vel. Það lítur nefnilega ekki vel út með að fá stöðu í sumar á Lansanum svo að það er held ég um að gera að nota tækifærið meðan maður er single og barnslaus og alles. Er það ekki málið????

Bloggsafn