Skellti mér á skíði ásamt föður mínum og henni Ásbjörgu minni. Það var alveg snilldin ein. Þvílíkt gaman. Kom heim alveg endurnærð og frekar sátt við lífið. Var mjög smeyk svona í byrjun en þetta var nú alveg frekar fljótt að koma. Var nefnilega orðin ágætlega góð hérna í den fyrir ykkur sem ekki vissuð það. Æ - það er nú reyndar ansi margt sem ansi margir af mínum nánustu vita ekki um mig. Vissir þú til dæmis að ég var í fimleikum og þótti víst frekar góð - fékk verðlaun og alles? Svo var ég eitt sinn á módelnámskeiði - á frekar skondnar pro-posu-myndir af mér sem aðeins útvaldir fá að sjá.
Var að koma úr yndislegu brunch-boði hjá Höllu frænku sem endaði með sing-star keppni og látum. Ég var samkvæmt tölvunni ekkert að standa mig allt of vel en ég vil nú kenna því um að ekki var hægt að taka lag með Celine vinkonu minni Dion. Þá hefði ég að sjálfsögðu rústað þessu...