28.3.05


Kilimanjaro í öllu sínu veldi

Gróft plan og gleðilega páska...

Jæja, þá er komið gróft plan fyrir Afríkuferðina miklu. Förum út í byrjun júní og komum til baka í lok júlí. Verðum 5 vikur í verkefninu sem er alveg endalaust spennandi. Það byggist mest á að aðstoða krakka sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Okkar starf felst þó aðalega í því að þjálfa upp innfædda sjálfboðaliða sem síðan fara út í sveitirnar og fræða fólk um forvarnir og aðferðir sem auðveldað getað fólki að lifa með alnæmi. Einnig munum við starfa á klínik þar sem koma sjúklingar með alnæmi á lokastigi. Þetta verður án efa alveg meiriháttar upplifun en líka mjög erfitt. Nú eftir þessar 5 vikur þá ætlum við að klífa Kilimanjaro - þ.e. a.m.k. að reyna það. Það tekur 7 daga með öllu. Planið er svo að enda á 5 daga safaríi í Kenja. Þetta hljómar allt of vel. Get ekki beðið mikið lengur. En þangað til er það lestur svo later...

20.3.05

Skatturinn og annað skemmtilegt...

Sit og dunda mér við að fylla út skattframtalið. Er alveg endalaust glöð yfir því að eiga sama sem ekki neitt - líklegast eini tími ársins sem mér líður þannig.
Tíminn líður alltaf jafnhratt og aftur er komin ný vika. Hvar endar þetta eiginlega? Síðasta vika var alveg frekar busy - verknámið og tvær vaktir í Sóltúninu var ef til vill aðeins of mikið af því góða. Þetta verknám er alveg snilldin eina. Mikið gaman, mikið fjör. Stórafmæli á föstudaginn hjá henni Berglindi bekkjasystir minni - sem var algjör snilld. Gleðin stóð langt fram undir morgun og ég hitti alveg einstaklega mikið af skemmtilegu fólki. Helgin fór því að mestu í að hvíla sig. Ekki alveg nógu gott - svona lærdómslega séð. Verð bara að lofa betri tíð með blóm í haga hvað það varðar. Later...

15.3.05

Hún á afmæli í dag...

Ólafía Lárusdóttir æskuvinkona mín með meiru á afmæli í dag. Til lukku með daginn sæta!!!

13.3.05

Dansi dansi...

Úganda hefur svarað. Þeir eru ólmir í að fá okkur stöllur. Snilldin ein sem þetta sumar verður.
Mín bauð í mat í gær þeim eðalgellum Ásdísi, Erlu og Hörpu. Það gat því ekki klikkað. Enduðum í brjáluðum dansi á NASA. Góð helgi að baki...

7.3.05


Afmælis-prinsinn!!!
Stórvinur minn Óðinn Bragi er 1.árs í dag. Til lukku með daginn litli prinsinn minn!!!

6.3.05


Alda að "læra"

Lestrarhelgin mikla!!

Við stöllur skelltum okkur austur fyrir fjall - nánartiltekið á Reynishóla - þar sem ættaróðalið hennar Huldu er staðsett. Þar áttum við snilldar helgi. Vorum duglegar að lesa, horfa á videó og drekka rauðvín. Algjör snilld.
Er svo að byrja á kúrsus á morgun. Á að mæta á almennaskurðdeild 14 G kl. 8.00. Það er því eins gott að fara að sofa í hausinn á sér. LATER...

Bloggsafn