Sit og dunda mér við að fylla út skattframtalið. Er alveg endalaust glöð yfir því að eiga sama sem ekki neitt - líklegast eini tími ársins sem mér líður þannig.
Tíminn líður alltaf jafnhratt og aftur er komin ný vika. Hvar endar þetta eiginlega? Síðasta vika var alveg frekar busy - verknámið og tvær vaktir í Sóltúninu var ef til vill aðeins of mikið af því góða. Þetta verknám er alveg snilldin eina. Mikið gaman, mikið fjör. Stórafmæli á föstudaginn hjá henni Berglindi bekkjasystir minni - sem var algjör snilld. Gleðin stóð langt fram undir morgun og ég hitti alveg einstaklega mikið af skemmtilegu fólki. Helgin fór því að mestu í að hvíla sig. Ekki alveg nógu gott - svona lærdómslega séð. Verð bara að lofa betri tíð með blóm í haga hvað það varðar. Later...