29.11.04

Að helginni liðinni...

Þá er kominn mánudagur og hin árlega sumarbústaðaferð að baki. Reyndist hún í flesta staði hin allra besta skemmtun. Hápunkturinn var án efa göngutúrinn sem ég og Óðinn Bragi - stórvinur minn fórum í.

26.11.04

Allt um komment...

Mér var góðfúslega bent á það að það væri eitthvað "séra Jón" dæmi í gangi í sambandi við kommentakerfið mitt. Er búin að laga það svo komment-away. Takk Halldóra.. Er farin í bústað. Góða helgi.

24.11.04

Ekki byrjar það vel


Jæja, ég hef nú ekki alveg verið eins dugleg að bloggast og ég ætlaði. En það getur nú komið fyrir á bestu bæjum. Er frekar upptekin þessa dagana - eins og ég er reyndar flesta daga. Skólinn er alveg kominn á fullt og þetta er alveg maraþon kennsla á hæsta stigi. Hjartað var tekið á 2 dögum, nýrun á 1 1/2 og splæst var á blóðmeinafræðina einum heilum degi - að hugsa sér. Kennt er frá 8 15 til 14 20 með einni 20 min pásu. Þetta er náttúrulega bara grín - vont en það venst.
Á morgun á ég að vera með fyrirlestur á fræðslufundi öldrunarsviðs LSH. Þetta er nú bara kynning á rannsóknarverkefninu mínu en ég veit ekki alveg með það en það hlýtur að reddast. Í framhaldi af honum þarf ég svo að fara að ákveða hvort ég eigi að skrifa grein í Læknablaðið eður ei.
Helgin fer svo í sumarbústaðaferð með "genginu". Hlakka alveg endalaust mikið til. Spái því að það verði mikil skemmtilegheit í gangi...

21.11.04

Blogg skal það vera heillin

Ég hef ákveðið að láta undan þrýstingi og taka þátt í þessari "nýju" samskiptaleið sem bloggið er. Er búin að koma síðunni í sæmilegt horf - vona að ég hafi munað eftir flestum bloggerum eða öðrum sem á einn eða annan hátt hafa tengt sig við netið. Nú ef ekki þá eru allar ábendingar vel þegnar. Lifið heil.

Blogg plogg...

Jæja, ætti maður að fara að blogga eins og allir hinir ?
Hvað finnst þér?

Bloggsafn