24.11.04

Ekki byrjar það vel


Jæja, ég hef nú ekki alveg verið eins dugleg að bloggast og ég ætlaði. En það getur nú komið fyrir á bestu bæjum. Er frekar upptekin þessa dagana - eins og ég er reyndar flesta daga. Skólinn er alveg kominn á fullt og þetta er alveg maraþon kennsla á hæsta stigi. Hjartað var tekið á 2 dögum, nýrun á 1 1/2 og splæst var á blóðmeinafræðina einum heilum degi - að hugsa sér. Kennt er frá 8 15 til 14 20 með einni 20 min pásu. Þetta er náttúrulega bara grín - vont en það venst.
Á morgun á ég að vera með fyrirlestur á fræðslufundi öldrunarsviðs LSH. Þetta er nú bara kynning á rannsóknarverkefninu mínu en ég veit ekki alveg með það en það hlýtur að reddast. Í framhaldi af honum þarf ég svo að fara að ákveða hvort ég eigi að skrifa grein í Læknablaðið eður ei.
Helgin fer svo í sumarbústaðaferð með "genginu". Hlakka alveg endalaust mikið til. Spái því að það verði mikil skemmtilegheit í gangi...

Bloggsafn