28.2.07

Allt að gerast...

Nú er mikið að gera hjá Fóu Liddu. Er þessa dagana að vinna að mjög svo spennandi rannsókn í samvinnu við HNE-lækna. Hún verður vonandi nógu góð til þess að fá hana birta í einhverju flottu tímariti. Úúú Fóa vísindamaður.

Á morgun erum við sæsu-systur svo að fara á tónleika með henni Lisu minni Ekdal. Ég bara get ekki beðið. Hún er svo mikið æði.

Á fimmtudaginn í næstu viku er það svo London baby!!! Er að fara að heimsækja hana Ásbjörgu mína. Nú eru alveg tveir mánuðir síðan ég sá hana síðast og það er bara allt of langur tími. Við erum með svaka plön um að gera hitt og þetta. Numero uno er þó að vera saman því Ásbjörg hefur þann eiginleika að gera mann að betri manneskju bara við það að vera í kringum hana. Rúsínan í pylsuendanum er svo að Helga systir og hennar vinkonur verða í London á sama tíma. Ekki leiðinlegt það. Svo þetta verður bara gaman.

Eins gott að njóta þess því eftir London er það bara hardwork. Þarf að klára rannsóknina. Svo tekur við endalaus lestur til 11. maí. Daginn eftir fer ég svo ásamt bekkjarfélögum mínum til Tælands í tæpar 3 vikur - ekki leiðinlegt það. Kem svo heim um mánaðarmótin og stóla á gott partý í Lækjarvaðinu. Hef svo aðeins nokkra daga til þess að pakka öllu mínu hafurtaski og flytja til Akureyrisss. Þann 16.júní 2007 verður svo STÓR dagur í lífi fjölskyldunnar í Dverghömrum. Þá loksins útskrifast Fóan - þá verður sko partý like never before.
Jæja þá hafið þið það - ágætis pan og allt að gerast.

15.2.07

Þankar...

Jæja nú er ég enn og aftur stödd á Akureyri. Er búin að vera hér síðan á föstudaginn og kem aftur suður á sunnudaginn. Akureyri klikkar ekki frekar en fyrri daginn eina sem vantar er Huldu mína - litlu sæsuna mína.

Ég hélt meira að segja upp á afmælið mitt hér. Hélt að það yrði pínu strange en svo var ekki. Átti alveg yndislegan dag. Fékk svo mikið af fallegum afmæliskveðjum að ég var alveg klökk. Hún litla systir mín var nú samt alveg bestust en hún var búin að panta tíma fyrir mig á snyrtustofu hér í bæ. Svo ég byrjaði daginn á góðum göngutúr, fékk mér svo yndislegan hádegismat á uppáhaldskaffihúsinu mínu. Fór svo í dekur, lagði mig aðeins og mætt svo spræk í vinnuna. Sem sagt yndislegur dagur. Hlakka bara til þess næsta!!!

7.2.07

Preggó???

Dreymdi í nótt að ég væri ekki kona einsömul - hmmm hvað skyldi það þýða???

4.2.07

Nýtt blogg...

Jæja nú er sko alveg kominn tími á nýtt blogg. Þetta gengur ekki lengur. Hef eitthvað lítið verið í stuði fyrir að tjá mig s.l. vikur enda mikið gengið á.

Rakst á þessi orð mikils snillings og hef ákveðið að tileinka mér þau: "Að verða fórnarlamb eigin framtaksleysis er ófyrirgefanlegt".

Dr.Sunna á afmæli í dag. Hún stendur á miklum tímamótum því hún var að ljúka námi í læknisfræði. Dugleg stelpan!!!

Bloggsafn