15.2.07

Þankar...

Jæja nú er ég enn og aftur stödd á Akureyri. Er búin að vera hér síðan á föstudaginn og kem aftur suður á sunnudaginn. Akureyri klikkar ekki frekar en fyrri daginn eina sem vantar er Huldu mína - litlu sæsuna mína.

Ég hélt meira að segja upp á afmælið mitt hér. Hélt að það yrði pínu strange en svo var ekki. Átti alveg yndislegan dag. Fékk svo mikið af fallegum afmæliskveðjum að ég var alveg klökk. Hún litla systir mín var nú samt alveg bestust en hún var búin að panta tíma fyrir mig á snyrtustofu hér í bæ. Svo ég byrjaði daginn á góðum göngutúr, fékk mér svo yndislegan hádegismat á uppáhaldskaffihúsinu mínu. Fór svo í dekur, lagði mig aðeins og mætt svo spræk í vinnuna. Sem sagt yndislegur dagur. Hlakka bara til þess næsta!!!

Bloggsafn