30.6.06

Boot Camp

Ég er að segja ykku það - það er allt til alls hér á Akureyrisss.

Reyndar er ekki Nóatún - sem er að mati sumra lífnauðsynlegt en hér er Boot Camp. Og viti menn mín bara skellti sér á æfingu í morgun. NB kl. 06.10!!! Þetta var alveg frábært. Þvílík útrás og skemmtilegheit en ég næstum því DÓ!!! Við erum að tala um blóðbragð í munninn og þann pakka. En nú er ég alveg manna hressust í vinnunni og þegar búin að afgreiða 2 sjúklinga.

Svo er bara að sjá hvort ég geti vaknað svona snemma á mánudaginn...

28.6.06

Fréttir að norðan...

Hello hello!!!
Allt gott að frétta frá Akureyrisss.Hér leikur veðrir við okkur og lífið er gott. Alveg brjálað að gera í vinnunni - en það er nú bara gaman af því.
Vil benda á síðu sambýlingsins þar sem hún er mun duglegri að skrifa en ég.

19.6.06

Frí handan við hornið...

Jæja - brjáluð og ég meina BRJÁLUÐ vinnuhelgi að baki. Frí næstu helgi og þá á sko að gera eitthvað skemmtilegt. Óska hér með eftir félagskap þar sem uppáhalds sambýlingurinn minn er á vakt um helgina.

14.6.06

Guðsonurinn..

Hversu sætur er maður???

9.6.06

Busy - busy - busy

Vá það er svo mikið að gera í þessari vinnu minni að ég á ekki til eitt einasta orð...

5.6.06

Skemmtilegheit...

Akureyri heldur áfram að koma skemmtilega á óvart.

Helgin var brill.
Fengum skemmtilega heimsókn að sunnan. Fórum í sund - grilluðum - máluðum bæinn heldur betur rauðan og kíktum á Sólveigu sveitakonu. Sem sagt endalaus skemmtilegheit á norðurlandinu.

Svo er það bara vinnan framundan - var að átta mig á því að ég er á vakt þar til föstudaginn 24.júní. En það er nú bara gaman...

3.6.06

Ég elska Akureyris!!!

Málið er simple - Akureyri er alveg að gera sig. Íbúðin er æði - vinnan er æði - sambýlingurinn er æði - allt er æði. Ég elska Akureyri...

Þann 31.maí s.l. átti mín ástkæra frænka og vinkona með meiru Ásta Ingibjörg afmæli. Hún er ein sú traustasta og besta vinkona sem nokkur getur hugsað sér. Hún sýndi mér það traust að gera mig að guðmóður - sem ég er endalaust stollt af...

Bloggsafn