22.3.07

Ég veit það er ekki fallegt að hlægja að örðum en...

Þessi bara býður upp á það sjálfur

Frábært framtak!!

Þetta er alveg frábært. Meira svona...

16.3.07

Allir að vera extra-góðir við mömmu sína á sunnudaginn!!!

Ég vil hvetja alla til þess að vera extra-góða við mömmur sínar á sunnudaginn. Þó það sé ekki beint mæðradagur skv íslenska dagatalinu þá er þetta afmælisdagur sérstakrar konu og í framtíðinni ætla ég að vera sérstaklega góð við mömmu mína á þessum degi.

5.3.07

Lifandi líf...

Helgin búin og ný vika handan við hornið.
Tónleikarnir með Lisu Ekdahl voru alveg meiriháttar en það sem stóð upp úr var þó félagskapurinn.

Mörg golden moments voru rifjuð upp eins og "I´m a doctor and I relocated her sholder". Ég veit - pínu localt en þetta var bara þannig skondið.

Fór að sofa lofandi sjálfri mér því að lifa nú lífinu lifandi. Ekki geyma hluti sem hægt er að gera í dag þar til á morgun. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér - svo mikið er víst.

Veit ekki alveg hvort ég hef staðið við þetta loforð um helgina. Kíkti samt í 3ja ára afmæli til hans Óðins Braga vinar míns. Gjöfin hitti í mark svo Fóan er ánægð..

Bloggsafn