Tónleikarnir með Lisu Ekdahl voru alveg meiriháttar en það sem stóð upp úr var þó félagskapurinn.
Mörg golden moments voru rifjuð upp eins og "I´m a doctor and I relocated her sholder". Ég veit - pínu localt en þetta var bara þannig skondið.
Fór að sofa lofandi sjálfri mér því að lifa nú lífinu lifandi. Ekki geyma hluti sem hægt er að gera í dag þar til á morgun. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér - svo mikið er víst.
Veit ekki alveg hvort ég hef staðið við þetta loforð um helgina. Kíkti samt í 3ja ára afmæli til hans Óðins Braga vinar míns. Gjöfin hitti í mark svo Fóan er ánægð..
