10.8.05

Rwanda...

Er að lesa þannig áhugaverða bók sem heitir "We wish to inform you that tomorrow we will be killed with our families". Hún fjallar um fjöldamorðin sem áttu sér stað í Rúanda árið 1994. Þá var ákveðið að þeir sem voru af Hutu-ættbálknum skyldu drepa alla þá sem voru af Tutsi-ættbálknum. Þetta var tilkynnt í útvarpinu mánuði fyrir fjöldamorðin. Hutuar gerðust m.a.s svo grófir að drepa eigin fjölskyldu meðlimi þar á meðal eiginkonur sínar ef þeir væru af Tutsi-ættbálknum...
Að minnsta kosti 800.000 manns létust á aðeins 100 dögum - "most efficient mass killing since the atomic bombing in Hiroshima and Nagasaki" segir í bókinni.

Bloggsafn