Ég er búin að vera veik núna í fjóra heila daga - ekki alveg það skemmtilegasta sem ég geri en svona er lífið.
Það eina sem ég hef haft heilsu í að bardúsa fyrir utan að tala í símann við vini og vandamenn er að horfa á nokkrar seríur af þáttunum Sex and the City eða Beðmál í borginni eins og það útleggst á íslenska tungu.
Þetta eru svo miklir snilldarþættir að það er bara engu líkt. Þær vinkonur hafa í gegnum tíðina veitt mér ómældan andlegan stuðning sem einstæð kona.
Einn þátturinn sem ég horfði á í morgun - já þeir voru nokkrir- fjallar um muninn á einstæðum konum og konum í sambandi. Skv þeim stöllum er mikill munur á þessum tveim hópum. Ég man þegar ég horfði fyrst á þennan þátt þá var ég þeim algjörlega ósammála.
En í dag er ég bara ekki viss. Oft held ég að við séum ekki að tala sama tungumálið. Ég tala nú ekki um þegar börn eru komin í spilið. Eins og góð vinkona mín og nýbökuð mamma orðaði það um daginn: Æ, Þóra mín þú skilur þetta þegar þú eignast sjálf börn!!! WHAT!!!