11.7.06

Lífið er gott

Jæja nú er of langt síðan ég bloggaði síðast.
Margt hefur nú gerst síðan þá. Það sem stendur líklegast upp úr er tjúttið okkar Huldu. Já við skvísurnar skelltum okkur sem sagt á Stuðmannaball í Sjallanum. Það var svo mikil snilld að erfitt er að lýsa því. Hún Hulda mín var svo glöð í hjartanu sínu að ég hef bara ekki séð annað eins. Algjör snilld.

Í gær kom svo Óðinn Bragi vinur minn sæti í heimsókn - já og auðvitað foreldrar hans líka. Við tókum Akureyringinn á þetta , pizza á Greifanum og ís hjá henni Brynju.

Á morgun koma svo mamma og pabbi til Akureyrisss - vá hvað ég hlakka mikið til.

Lífið er gott...

Bloggsafn