Er á næturvakt - sem er alveg fínt fyrir utan hvað hugurinn fer alveg endalaust á flug þegar maður er svona einn með sjálfum sér.
Var rétt í þessu að hugsa um hvað það er skrýtið að maður umgengst fullt af fólki sem maður gefur sér ekki tíma til að kynnast en svo þegar það gerist þá þá reynist það vera algjörar perlur. Hef alveg verið að uppgötva nokkarar svona perlur að undanförnu...
Vá þetta er alveg steikt færsla en klukkan er líka að nálgast tvö a.m.
Verð að sjálfsögðu að koma því á framfæri að hann Grímur er orðinn stóri bróðir - Grettir Þór fæddist þann sjötta júní síðast liðinn og að sjálfsögðu verður það að fylgja að ég er guðmóðir hans. Hef ekki alveg verið að standa mig í því hlutverki - en ég lofa betri tíð með blómum í haga í þeim málunum.