Jæja, nú er allt að gerast - Astra Zeneca það ágæta fyrirtæki hefur ákveðið að styrkja okkur stöllur vegna fyrirhugaðrar Afríku ferðar okkar. Engin smá gleði og þvílíkur léttir. Nú er bara að fara að undirbúa sig því það styttist óðum í brottför en hún er áætluð þann 2.júní. Við klárum prófin þann 31.maí svo það er ekki mikill tími sem gefst í undirbúning - en það hlýtur að reddast.
Þann 27.apríl s.l. fæddist þeim Berglindi og Sigga lítil prinsessa. Hún er alveg með þeim fallegri sem ég hef séð. Kíkti á þau í gær og varð alveg veik en var fljót að jafna mig þegar ég kom heim og sá flugmiðann minn - London to Nairobi og staflann af bókum sem ég á eftir að lesa. Þetta bíður betri tíma - vonandi.
Í dag 1.maí á hún Ásbjörg, bekkjarsystir mín til margra ára og ferðafélagi með meiru afmæli í dag. Til lukku með daginn sæta!!!